Að verða foreldri
Fræðsla fyrir foreldra um fyrstu tvö ár barna
Fræðsla fyrir foreldra um fyrstu tvö ár barna
Þessi síða er ætluð foreldrum sem vilja fræðast um ýmsa þætti sem tengjast fyrstu tveimur árum barna. Fræðsluefnið er hnitmiðað og þægilegt til lestrar en ef þú vilt afla þér frekari þekkingar á efninu þá er ítarefni neðst á hverri síðu. Þrátt fyrir að fjallað sé um foreldra sem helstu umönnunaraðila barna á þessari vefsíðu geta aðrir einstaklingar í nærumhverfi barna verið í því hlutverki. Fræðslan getur því líka nýst þeim.
Foreldrahlutverkið er eitt ábyrgðarmesta og mikilvægasta hlutverk sem einstaklingar fá upp í hendurnar. Foreldrar vilja almennt standa sig vel í því og sækjast þar af leiðandi í fræðslu um uppeldi.
Rannsóknir sýna fram á að foreldrafræðsla er árangursrík og ætti að vera aðgengilegri fyrir verðandi og nýja foreldra. Þegar foreldrar sækja sér fræðslu um uppeldi vaxa líkur á að þeir geti veitt börnum sínum tilfinningalega heilbrigt og öruggt uppeldi.
Heimildir
Hrund Þórarinsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2010). Sýn foreldra á uppeldishlutverk sitt. Í Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason (ritstjórar), Velferð barna, gildismat og ábyrgð samfélags (bls. 115–133). Siðfræðistofnun-Háskólaútgáfan.
Kovala, S., Cramp, A. G. og Xia, L. (2016). Prenatal education: Program content and preferred delivery method from the perspective of the expectant parents. The Journal of Perinatal Education, 25(4), 232–241. https://doi.org/10.1891/1058-1243.25.4.232
Krysa, J., Iwanowicz-Palus, G. J., Bień, A. M., Rzońca, E. og Zarajczyk, M. (2017). Antenatal classes as a form of preparation for parenthood: analysis of benefits of
participating in prenatal education. Polish Journal of Public Health, 126(4), 192–196. https://doi.org/10.1515/pjph-2016-0040
Pinquart, M. og Teubert, D. (2010). Effects of parenting education with expectant and new parents: A meta-analysis. Journal of Family Psychology, 24(3), 316–327. https://doi.org/10.1037/a0019691