Börn þroskast hratt og mikið á fyrstu tveimur árunum. Til að byrja með eru börn algjörlega háð umönnunaraðila sínum með grunnþarfir sínar, en smám saman verða þau sjálfstæðari og þurfa minni aðstoð. Á þessari síðu er farið almennt yfir ýmsa þætti sem tengjast líkamlegum og vitsmunalegum þroska barna á fyrstu tveimur árum þeirra.
Líkamlegur þroski
Hér fyrir neðan er farið yfir ýmsa þætti sem snúa að færni barna og þeim skipt upp í aldursbil þar sem börn ná vanalega tökum á þessum þáttum. Þó ber að nefna að fullkomlega eðlilegt er að börn nái tökum á þeim á mismunandi tímum. Því má líta á listann hér að neðan sem ákveðið viðmið.
Halda höfði
Rúlla sér yfir á kviðinn
Leika sér
Sitja
Setja meiri þunga í fæturna
Skríða
Lyfta sér upp til þess að standa
Ganga upp við húsgögn
Sum börn taka sín fyrstu skref án stuðnings
Ganga sjálf og óstudd
Klifra
Forvitnast um umhverfið og prufa sig áfram
Hlaupa
Fín- og grófhreyfingar
Leika sér í flóknum leikjum sem krefjast hugsunar og samskipta
Vitsmunalegur þroski
Vitsmunaþroski einstaklinga er hæfileiki þeirra til að vita, skilja og afla sér þekkingar.
Kenning Piaget
Sálfræðingurinn Jean Piaget (1896-1980) hafði mikinn áhuga á því hvernig fólk aflaði sér þekkingar og setti fram kenningu um vitsmunaþroska barna. Hann vildi meina að vitsmunaþroski barna ætti sér stað í gegnum ákveðin stig sem koma alltaf í sömu röð. Fyrsta stigið er skynhreyfistig (0-2 ára), næst er foraðgerðarstig (2-7 ára), þriðja er stig hlutbundinna aðgerða (7-12 ára) og fjórða er stig formlegra aðgerða (12 ára og eldri). Þar sem aldursbilið núll til tveggja ára er sérstaklega til umræðu á vefsíðunni verður hér farið nánar yfir skynhreyfistigið.
Skynhreyfistig
Skynhreyfistigið einkennist af því að börn eru að skoða og átta sig á umhverfi sínu og læra hvernig þau geta notað sjónina, hreyfingu, heyrn og skynjun sína til þess. Á þessu stigi öðlast þau smátt og smátt vitsmuni og undir lok stigsins eru börn farin að geta tjáð sig með orðaforða, sjá fyrir sér hluti sem eru ekki endilega beint fyrir fram þau og skilja umhverfi sitt betur.
Hvað er hægt að gera til að stuðla að líkamlegum og vitsmunalegum þroska barna?
Foreldrar geta til að mynda örvað og hvatt börnin sín áfram með hljóðum, svipbrigðum og tilfinningum, félagslegum samskiptum, leikjum, líkamstjáningu, snertingu og æfingum.
Það er hægt að syngja, lesa og tala við börn, efla þau í leik, leika við þau, sitja með þeim á gólfinu og styðja við líkamlegan þroska þeirra líkt og að liggja á maganum, sitja rétt og standa. Þó er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um á hvaða stað barnið er í líkamlegum þroska.
Hvað er hægt að gera til að stuðla að velferð barna?
Það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um velferð barna sinna og samstilli sig við börnin sín, bregðist við þeim á viðeigandi hátt og séu næmir fyrir þörfum þeirra.
Með því að sinna börnunum, verja með þeim tíma, sýna þeim athygli og styðja við hina ýmsu þroskaþætti fyrstu tvö æviárin styrkjast tengslin á milli foreldra og barns.
Svefn
Svefn barna skiptir miklu máli og er gríðarlega stór hluti af þeirra daglega lífi.
Svefn barna
Svefninn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að:
Heilsu
Vellíðan
Þroska barna, bæði
líkamlega og vitsmunalega
Svefntími barna
Þegar börn fæðast þurfa þau allt að 15 til 17 tíma svefn á sólarhring, en með hverjum mánuði eftir fæðingu breytist svefninn, hann styttist og vökutími lengist.
Miðað er við að börn fái 10 til 12 klukkustunda svefn þegar þau
hafa náð 2 ára aldri og leggi sig að minnsta kosti 1x á dag. Misjafnt er hvenær börn hætta að leggja sig á daginn, það fer í raun og veru eftir hverju barni fyrir sig.
Svefn foreldra:
Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um svefn barna sinna svo þeir geti stuðlað að góðum svefni hjá barninu og jafnframt þeim sjálfum. Að koma barninu í góða svefnrútínu er ein leið til þess. Foreldrar þurfa á svefni að halda og skiptir hann miklu máli til þess að þeir haldi geðheilsu og nái að viðhalda góðu sambandi sín á milli. Það getur verið erfitt að rækta parsambandið ásamt því að sjá um barn ef foreldrar eru uppgefnir.
Athugið! Hér að ofan er stiklað á stóru en ef foreldrar hafa áhyggjur af líkamlegum og/eða vitsmunalegum þroska barna sinna af einhverri ástæðu þá er best að leita sér aðstoðar hjá fagfólki.
Heilsuvera - Börn og uppeldi:
https://www.heilsuvera.is/markhopar/born-og-uppeldi/
Heilsuvera - Heilsuvernd barna:
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/
Við fylgjumst með heilsu og þroska:
https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/ung-og-smabarnavernd/
Ítarefni um svefn
Lyfja - Svefnvenjur barna:
https://www.lyfja.is/fraedsla/fraedslugreinar/lifum-heil/svefnvenjur-barna
Sofa borða elska - Svefnráðgjöf:
https://sofabordaelska.is/
Heilsuvera - Svefn ungra barna:
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefn-og-uppeldi/svefn-ungra-barna/
Bókin „Draumaland“:
https://www.forlagid.is/vara/draumaland-2020/
Heimildir
Bernier, A., Beauchamp, M. H., Bouvette-Turcot, A.-A., Carlson, S. M. og Carrier, J. (2013), Sleep and cognition in preschool years: Specific links to executive functioning. Child Development, 84(5), 1542–1553. https://doi.org/10.1111/cdev.12063
Berger, K. S. (2020). The developing person through the life span. Worth Publishers.
Dosman, C. F., Andrews, D. og Goulden, K. J. (2012). Evidence-based milestone ages as a framework for developmental surveillance. Paediatrics & Child Health, 17(10), 561–568. https://doi.org/10.1093/pch/17.10.561
Heilsuvera. (2016, 13. desember). Svefn ungra barna. https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefn-og-uppeldi/svefn-ungra-barna/
Rabindran og Madanagopal, D. (2020). Piaget´s theory and stages of cognitive development- An overview. Scholars Journal of Applied Medical Sciences, 8(9), 2152–2157. https://doi.org/10.36347/sjams.2020.v08i09.034
Sanghvi, P. (2020). Piaget‘s theory of cognitive development: A review. Indian Journal of Mental Health, 7(2), 90–96. https//doi.org/10.30877/IJMH.7.2.2020.90-96
Schlieber, M. og Han, J. (2021). The role of sleep in young children´s development: A review. The Journal of Genetic Psychology, 182(4), 205–217. https://doi.org/10.1080/00221325.2021.1908218
Sudbery, J. og Whittaker, A. (2019). Human growth and development: An introduction for social workers (2. útgáfa). Routledge.