Tengslamyndun er hugtak sem er notað til þess að útskýra þá tengingu sem mótast á milli barns og foreldra þess. Tenging á milli barns og foreldris er mikilvægur partur af þeirra sambandi og það skiptir máli hvernig hún er.
Ainsworth og Bowlby árið 1986
John Bowlby (1907-1990) var einn helsti frumkvöðull tengslakenninga. Hann var sálgreinir og hafði mikinn áhuga á því að skoða tengsl milli móður og barns. Bowlby setti fram þá kenningu að börn hafi meðfædda tilhneigingu til að tengjast mæðrum sínum um leið og þau koma í heiminn.
Seinna fór Bowlby að vinna með konu að nafni Mary Ainsworth (1913-1999) og það mætti segja að hún hafi hjálpað Bowlby að dýpka tengslakenninguna og lagt grunninn að því hvernig tengsl barna við foreldra eru metin í dag. Hún gerði víðamikla rannsókn í Úganda á mæðrum og börnum þeirra þar sem hún skoðaði og greindi tengslin þeirra á milli. Í þeirri rannsókn kom í ljós að tengslin geta verið mismunandi og út frá henni var gerð rannsókn sem nefndist Ókunnugar aðstæður (e. Strange Situation).
Rannsóknin Ókunnugar aðstæður fór fram með þeim hætti að barn og móðir þess fóru saman inn í herbergi þar sem þau þekktu ekki umhverfið. Móðirin sest niður og gefur barninu tækifæri til þess að skoða sig um. Eftir stutta stund kemur ókunnugur einstaklingur inn í herbergið og byrjar á því að spjalla við móðurina og því næst barnið. Þar á eftir fer móðirin út úr herberginu og skilur barnið eftir með ókunnuga einstaklingnum. Móðirin kemur síðan aftur inn og er þar í stutta stund og í kjölfarið er atburðarásin endurtekin. Viðbrögð barnsins við þessari atburðarás geta verið margskonar og eru tengslin metin þegar móðir snýr aftur til barnsins. Tengslin geta verið bæði örugg og óörugg.
Hér er myndband sem útskýrir betur hvernig rannsóknin fór fram. Það er gaman að horfa á það sér til skemmtunar ef maður vill skilja hvernig rannsóknin fór fram og hvernig tengslin milli móður og barns birtast.
Hvernig geta foreldrar tryggt að þeir myndi örugg geðtengsl við börnin sín?
Foreldrar sem ná að skapa umhverfi fyrir börn þar sem þeim líður eins og þau séu örugg, að það sé tekið eftir þeim og þau finna að foreldrar þeirra eru til staðar og laga sig að þörfum þeirra, eru líklegri til þess að mynda örugg geðtengsl við barnið sitt. Til þess að börn myndi örugg geðtengsl þurfa samskipti þeirra við foreldra að vera áreiðanleg og stöðug, það er að segja, börnin þurfa að vita við hverju þau mega búast af foreldrum sínum hverju sinni og fá alltaf sömu eða svipuð viðbrögð. Foreldrar sem mynda örugg geðtengsl við börnin sín eru líklegri til að vera samkvæmir sjálfum sér og vita hvenær það er viðeigandi að setja börnunum sínum mörk og hvenær ekki.
Örugg höfn
Þegar örugg geðtengsl eiga sér stað upplifa börn ákveðið öryggi til þess að kanna heiminn því þau vita að þau hafa alltaf örugga höfn hjá foreldrum sínum. Þegar barn finnur fyrir öruggri höfn hjá foreldrum sínum lýsir það sér þannig að barn þorir að fara frá þeim í ókunnugum aðstæðum til þess að kanna heiminn og treystir því að það geti alltaf leitað til foreldra sinna aftur ef eitthvað bjátar á.
Ávinningur öruggra geðtengsla fyrir framtíð barna:
Börn sem hafa búið við örugg geðtengsl frá fæðingu eru meðal annars líklegri til þess að...
- mynda góð og örugg tengsl við aðra í framtíðinni
- hafa gott sjálfsálit
- búa yfir meiri þrautseigju
- eiga auðveldara með að aðlagast nýjum aðstæðum
Ítarefni
Heilsuvera - Tengsl foreldra og ungbarna:
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/samskipti-og-tengsl/tengsl-foreldra-og-ungbarna/
Bókin „Árin sem engin man“:
https://www.forlagid.is/vara/arin-sem-enginn-man/
Heimildir
Ainsworth M. D. S. (1985). Patterns of infant-mother attachments: Antecedents and effects on development. Bulletin of the New York Academy of Medicine, 61(9), 771–791. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1911899/
Ainsworth, M. D. S. (1989). Attachments beyond infancy. American Psychological Association, 44(4), 709–716. https://doi.org/10.1037//0003-066x.44.4.709
Ainsworth, M. D. S., Blehar, M. C., Waters, E. og Wall, S. (2014). Patterns of attachment: A psychological study of the strange situation (1. útgáfa). Psychology Press. https://doi.org/10.4324/9781315802428
Berger, K. S. (2020). The developing person through the life span. Worth Publishers.
Bosmans, G., Van Vlierberghe, L., Bakermans-Kranenburg, M. J., Kobak, R., Hermans, D. og Van IJzendoorn, M. H. (2022). A learning theory approach to attachment theory: Exploring clinical applications. Clinical Child and Family Psychology Review, 25, 591–612. https://doi.org/10.1007/s10567-021-00377-x
Crittenden, P. M. (2017). Gifts from Mary Ainsworth and John Bowlby. Clinical Child Psychology and Psychiatry, 22(3), 436–442. https://doi.org/10.1177/1359104517716214 Goldberg, S. (2000). Attachment and development (1. útgáfa). Routledge. https://doi.org/10.4324/9780203783832
Siegel, D. J. og Hartzell, M. (2014). Parenting from the inside out: how a deeper self-understanding can help you raise children who thrive. TarcherPerigee.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2019). Uppeldisaðferðir foreldra. Í Hafdís Ingvarsdóttir (ritstjóri), Lífssögur ungs fólks: Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar (bls. 132–140). Háskólaútgáfan.
Sæunn Kjartansdóttir. (2021). Tengslakenning John Bowlbys. Ritið, 21(1), 141–156. https://doi.org/10.33112/ritid.21.1.8
Waters, T. E. A., Facompré, C. R., Dagan, O., Martin, J., Johnson, W. F., Young, E. S., Shankman, J., Lee, Y., Simpson, J. A. og Roisman, G. I. (2021). Convergent validity and stability of secure base script knowledge from young adulthood to midlife. Attachment & Human Development, 23(5), 740–760. https://doi.org/10.1080/14616734.2020.1832548