Hamingjuríkt og sterkt parsamband er eitt af því besta sem foreldrar geta gefið barninu sínu
Að verða foreldri
Að eignast barn kallar á mikla aðlögunarhæfni foreldra, börn krefjast þess að foreldrar sinni þeim og gefi þeim mikla athygli. Tíminn sem parið átti út af fyrir sig verður mun minni, bæði saman og í sitthvoru lagi, þegar barnið er komið í heiminn. Sumum foreldrum finnst þau jafnvel týna sjálfum sér í foreldrahlutverkinu og þar með gleyma að rækta sig sjálf og parsambandið. Það er mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir skuldbindingunum og ábyrgðinni sem fylgja því að eignast barn og sæki sér aðstoð ef þeim finnst þau ekki vera að ná tökum á því.
Við fæðingu barns verða miklar breytingar á parsambandi foreldranna og jafnframt geta komið upp ýmsar áskoranir, sem geta verið misjafnar eins og þær eru margar en að neðan eru einungis dæmi um helstu áskoranirnar.
Áskoranirnar geta til dæmis verið:
Samskiptaörðugleikar
Þreyta
Væntingar til makans
Hlutverkaskipting
Að týna sér í nýja hlutverkinu
Þriðja vaktin
Þriðja vaktin eða hugræn byrði (e. mental load) eru hugtök sem eru notuð til þess að útskýra þá ólaunuðu og vanmetnu vinnu sem felst í því að sjá um heimili og fjölskyldu. Það sem felst meðal annars í þessari vinnu er hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig.
Umræðukveikjur milli para um þriðju vaktina:
Er hugræna byrðin jöfn?
Ræða hlutverkaskiptingu heimilisins
Eru allir sáttir með skiptinguna?
Ef foreldrar eru meðvitaðir um hvaða breytingar og áskoranir geta komið upp á þessum tíma og að það getur verið krefjandi fyrir parsambandið þá eru meiri líkur á að þeir komist saman í gegnum hann.
Það er eðlilegt að koma barns geti reynt á parsambandið. Foreldrar þurfa því að leggja áherslu á að rækta sambandið sín á milli. Komið hefur í ljós að pör sem ná að viðhalda hamingjusömu sambandi eftir fæðingu barns ná að:
Viðhalda nánd og rómantík
Innleiða þakklæti í staðinn fyrir gagnrýni og pirring
Skapa heimili sem nærir líkamlegan og vitsmunalegan þroska barnsins
Pör ættu að tileinka sér þessa þætti í sambandinu til þess að sporna við þeim algengu áskorunum sem geta komið upp við fæðingu barns. Ef þið viljið frekari leiðsögn þá mælum við með bókinni And baby makes three. Í henni eru pör leidd í gegnum sex skref þar sem þeim er kennd færni til þess að takast á við þessar áskoranir.
Pör þurfa að vera meðvituð um að rækta góða og heilbrigða samskiptahæfni.
Það skiptir máli að pör tali sín á milli um hvernig þeim líður í nýja hlutverkinu og hvernig þau upplifa álagið við komu barns.
Jákvæð samskipti para auka ánægju og samhæfni í sambandinu. Að eiga gott samband við maka getur haft verndandi áhrif gegn mörgum streituvaldandi þáttum.
Stuðningur frá maka er sérstaklega mikilvægur og getur haft verndandi áhrif á hvernig barnshafandi einstaklingum líður á meðgöngu og eftir fæðingu barns.
Það er góð regla að leggja símana frá sér þegar tími gefst til þess að tala saman og rækta sambandið!
Þriðja vaktin:
https://www.vr.is/thridja-vaktin-hugraen-byrdi/
Bókin „And a baby makes three“:
https://www.gottman.com/product/and-baby-makes-three/
Bókin „Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir)“:
https://www.forlagid.is/vara/bokin-sem-tu-vildir-ad-foreldr/
Heimildir
Gottman, J. M. og Gottman, J. S. (2007). And baby makes three: The six-step plan for preserving marital intimacy and rekindling romance after baby arrives (1. útgáfa). Crown Publishers.
Kovala, S., Cramp, A. G. og Xia, L. (2016). Prenatal education: Program content and preferred delivery method from the perspective of the expectant parents. The Journal of Perinatal Education, 25(4), 232–241. https://doi.org/10.1891/1058-1243.25.4.232
Krysa, J., Iwanowicz-Palus, G. J., Bień, A. M., Rzońca, E. og Zarajczyk, M. (2017). Antenatal classes as a form of preparation for parenthood: analysis of benefits of
participating in prenatal education. Polish Journal of Public Health, 126(4), 192–196. https://doi.org/10.1515/pjph-2016-0040
Lévesque, S., Bisson, V., Charton, L. og Fernet, M. (2020). Parenting and relational well-being during the transition to parenthood: Challenges for first-time parents. Journal of Child and Family Studies, 29, 1938–1956. https://doi.org/10.1007/s10826-020-01727-z
Malary, M., Shahhosseini, Z., Pourasghar, M. og Hamzehgardeshi, Z. (2015). Couples communication skills and anxiety of pregnancy: A narrative review. Materia
Socio-Medica, 27(4), 286–290. https://doi.org/10.5455/msm.2015.27.286-290
Pinquart, M. og Teubert, D. (2010). Effects of parenting education with expectant and new parents: A meta-analysis. Journal of Family Psychology, 24(3), 316–327. https://doi.org/10.1037/a0019691
Rauch-Anderegg, V., Kuhn, R., Milek, A., Halford, W. K. og Bodenmann, G. (2019). Relationship behaviors across the transition to parenthood. Journal of Family Issues, 41(4), 483–506. https://doi.org/10.1177/0192513X19878864
Seyed Karimi, S., Khodabakhshi-Koolaee, A. og Falsafinejad, M. R. (2021). Psychological challenges of transition to parenthood in first-time parents. Journal of Practice in Clinical Psychology, 9(2), 81–92. https://doi.org/10.32598/jpcp.9.2.758.1
Sigrún Júlíusdóttir. (2010). Tíminn og barnið: Um rótarask og foreldraást. Í Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason (ritstjórar), Velferð barna, gildismat og ábyrgð samfélags (bls. 77–88). Siðfræðistofnun – Háskólaútgáfan.
Sæunn Kjartansdóttir. (2011). Árin sem engin man: Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna. Mál og menning.